Icelandic
Birt: 2021-01-12 22:09:34 CET
Vátryggingafélag Íslands hf.
Innherjaupplýsingar

VÍS: Jákvæð afkomutilkynning

Samkvæmt drögum að uppgjöri fyrir árið 2020 er vænt afkoma félagsins fyrir árið hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir.   

Nú áætlar félagið að hagnaður ársins 2020 fyrir skatta verði um 1.600 milljónir króna, en afkomuspá félagsins, sem birt var þann 17. desember sl., gerði ráð fyrir hagnaði upp á 1.150 milljónir króna fyrir skatta.   

Ástæðan fyrir betri afkomu en gert var ráð fyrir, er hærri ávöxtun fjáreigna í desember 2020. Afkoma af tryggingarekstrinum er þó lakari en gert var ráð fyrir vegna þyngri tjóna á tímabilinu sem og útreiknings á tjónaskuld.  

Þess ber að geta að tjónaskuldin hefur samanlagt verið hækkuð um tæpa þrjá milljarða á árinu 2020 að meðtöldum áhrifum á fjórða ársfjórðungi ársins. Þetta hefur haft áhrif til hækkunar á samsett hlutfall ársins og neikvæð áhrif á afkomu félagsins.  

Félagið tilkynnir ef frávik frá væntum hagnaði ársins er meira en 300 milljónir króna. 

Afkomuspá ársins 2021 verður birt þann 29. janúar og uppgjör ársins 2020 þann 25. febrúar næstkomandi.  

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri VÍS, í síma 660-5260 eða með netfanginu erlat@vis.is